Þægilegt hjá Þórsurum á heimavelli

Þórsarar fögnuðu sigri í dag.
Þórsarar fögnuðu sigri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór tók á móti Fjarðabyggð á Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Leikum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 2:0.

Gunnar Örvar Stefánsson kom Þórsurum yfir á 23. mínútu með skoti úr teignum. Skömmu síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson forystu Þórsara eftir góðan undirbúning Jóhanns Helga Hannessonar. 2:0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var töluvert tíðindaminni og fjaraði að lokum út, lokatölur 2:0. Þórsarar eru nú með níu stig eftir fjóra leiki í þriðja sætinu en Fjarðabyggð hefur sex stig í því fimmta.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

80. Síðari hálfleikur hefur ekki verið mikið fyrir augað og Þórsarar virðast ætla að sigla sigrinum heim hér í lokin.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur. Tveggja marka forysta heimamanna.

36. Mark! Staðan er 2:0. Flott spil hjá Þórsurum. Jóhann Helgi Hannesson fékk boltann á vinstri vængnum, keyrði inn á teiginn og renndi boltanum svo á fyrirliðann Svein Elías Jónsson sem skoraði.

23. Mark! Staðan er 1:0. Fyrsta markið er komið og það skorar Gunnar Örvar Stefánsson með fínu skoti úr teignum.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Þór: Sandor Matus (M). Gísli Páll Helgason, Balázs Tóth, Ármann Pétur Ævarsson, Orri Sigurjónsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson, Kristinn Þór Björnsson, Halldór Orri Hjaltason, Gunnar Örvar Stefánsson.

Fjarðabyggð: Kile Kennedy (M). Sveinn Fannar Sæmundsson, Hector Bustamante, Elvar Ingi Vignisson, Brynjar Jónasson, Viktor Örn Guðmundsson, Andri Þór Magnússon, Hákon Þór Sófusson, Milos Ivankovic, Hafþór Þrastarson, Bjarni Mark Antonsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert