Selfoss vann í vítakeppni í Eyjum

ÍBV og Selfoss mættust í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna á Hásteinsvelli í dag. Selfoss vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni þar sem liðið skoraði úr fjórum spyrnum en ÍBV úr tveimur.

Fyrri hálfleikur var fjörlegur þó svo að hvorugt liðið hafi náð að koma mark sitt á leikinn þrátt fyrir góð færi.

Seinni hálfleikur var líka álíka skemmtilegur en ekki kom markið og var framlenging. Þar komust Eyjakonur yfir eftir mark úr vítaspyrnu en það mark skoraði Cloe.

Selfoss fékk einnig vítaspyrnu í framlengingunni og Guðmunda Brynja skoraði og því þurfti að grípa til vítakeppni þar hafði Selfoss betur 3-1. Selfoss því komið í undanúrslit.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

ÍBV 2:4 Selfoss opna loka
120. mín. Cloe Lacasse (ÍBV ) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert