Ekki hægt annað en að vera himinlifandi

„Þetta er alveg frábært, það er ekki hægt annað en að vera himinlifandi,“ sagði Ingi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir 4:0-sigur liðsins á Fylki í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í dag.

„Við spiluðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel og ég held að 4:0 hafi verið síst of stórt. Við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Ingi, en Bjarni Gunnarsson skoraði tvö marka liðsins.

„Hann átti gríðarlega góðan leik eins og margir í liðinu, hann var óheppinn að setja ekki þrennuna en hann hljóp úr sér lungun og þannig á það að vera,“ sagði Ingi, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert