Fjarðabyggð blandar sér í toppbaráttuna

Brynjar Jónasson skoraði fyrir Fjarðabyggð.
Brynjar Jónasson skoraði fyrir Fjarðabyggð. Eysteinn Þór Kristinsson

Fjarðabyggð styrkti stöðu sína í þriðja sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan 3:0 sigur á BÍ/Bolungarvík fyrir austan í dag í lokaleik níundu umferðar.

Það blés ekki byrlega fyrir Djúpmenn því strax á 33. mínútu fékk Joseph Spivack sitt annað gula spjald í liði þeirra og léku þeir því einum færri það sem eftir var. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom heimamönnum yfir rétt fyrir hálfleikinn, áður en þeir Bjarni Mark Antonsson og Brynjar Jónasson gulltryggðu sigurinn í síðari hálfleik.

Fjarðabyggð er nú með átján stig í þriðja sætinu, einungis tveimur stigum á eftir Víkingi Ólafsvík sem er í öðru sæti. BÍ/Bolungarvík er hins vegar í botnsætinu með þrjú stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

83. Mark! Staðan er 3:0. Brynjar Jónasson er að gulltryggja sigur Fjarðabyggðar.

54. Mark! Staðan er 2:0. Staðan orðin vænleg fyrir Fjarðabyggð. Bjarni Mark Antonsson kemur þeim tveimur mörkum yfir.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur

45. Mark! Staðan er 1:0. Undir lok fyrri hálfleiks komast heimamenn yfir, en markið skoraði Ingvar Ásbjörn Ingvarsson.

33. Rautt spjald! Gestirnir klára leikinn einum færri. Joseph Thomas Spivack var að fá sitt annað gula spjald fyrir brot.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Fjarðabyggð: Kile Gerald Kennedy (M). Sveinn Fannar Sæmundsson, Hector Pena, Stefán Þór Eysteinsson, Elvar Ingi Vignisson, Brynjar Jónasson, Viktor Örn Guðmundsson, Hákon Þór Sófusson, Hafþór Þrastarson, Bjarni Mark Antonsson, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson.

BÍ/Bolungarvík: Fabian Broich (M). José Carlos Perny, Loic Mbang Ondo, Sigurgeir Sveinn Gíslaso, Viktor Júlíusson, David Cruz, Joseph Spivack, Aaron Walker, Pétur Bjarnason, Rodchil Prevalus, Elmar Atli Garðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert