Þór fær bakvörð frá Breiðabliki

Alfons Sampsted
Alfons Sampsted

Þór hefur fengið hægri bakvörðinn Alfons Sampsted á láni frá Breiðablik. Honum er ætlað að fylla skarð Gísla Páls Helgasonar sem snýr til náms í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Alfons er fæddur 1998 en hefur æft með meistaraflokki Breiðabliks í tvö tímabil. Hann hefur komið við sögu í einum leik hjá Blikum í sumar. 

„Ég hef mikla trú á að Alfons geti staðið sig feykilega vel og hjálpað okkur Þórsurum í þeirri miklu barráttu sem framundan er. Hann er mjög kraftmikill og öflugur leikmaður, með mikinn hraða og gríðarlega hlaupagetu,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs við heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert