Önnur brasilísk landsliðskona í Stjörnuna

Stjarnan fagnar marki í sumar.
Stjarnan fagnar marki í sumar. Árni Sæberg

Íslands- og bikarmeistaralið Stjörnunnar í knattspyrnu heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök, en Poliana Barbosa Medeiros er komin til liðsins frá Houston Dash sem leikur í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum.

Poliana, sem er 24 ára gömul, á að baki 34 landsleiki og 2 mörk með brasilíska landsliðinu, en hún lék með liðinu á HM sem fór fram í Kanada í sumar.

Hún hefur leikið með Santos og Sao Jose á ferlinum, en ljóst er að hún kemur til með að styrkja Stjörnuliðið gífurlega.

Poliana er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær í dag og fjórði leikmaðurinn í heildina í þessum glugga, en Englendingurinn Rachel Pitman gekk einnig til liðs við félagið í dag. Þá komu þær Francielle frá Brasilíu og og Jaclyn Softli frá Bandaríkjunum til félagsins á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert