Milljónir streyma í Víkina

Þeir Kolbeinn Sigþórsson og Kári Árnason eru enn að skila …
Þeir Kolbeinn Sigþórsson og Kári Árnason eru enn að skila inn tekjum fyrir uppeldisfélag sitt í Víkinni. mbl.is/Golli

Það væsir ekki um Víkinga frá Reykjavík um þessar mundir. Eftir að hafa tryggt sig inn í Evrópukeppni í fyrsta skipti í 23 ár með tilheyrandi tekjum, gengu nýlega í gegn þrenn félagaskipti á erlendri grundu þar sem fyrrverandi Víkingar áttu í hlut.

Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson sem gekk í raðir franska liðsins Nantes, Kári Árnason sem gekk í raðir sænska liðsins Malmö og Sölvi Geir Ottesen sem fór til Jiangsu Sainty fyrr á árinu.

Í samtali við Morgunblaðið segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, að um töluverðar fjárhæðir sé að ræða en Víkingar fá samtals tæpar níu milljónir króna fyrir leikmennina þrjá. Auk þess seldi liðið Aron Elís Þrándarson fyrir talsvert meiri upphæð en þeir fá núna í uppeldisbætur og þá eru enn ótaldar þær tæpu 20 milljónir sem fara beint inn á reikning fyrir þátttökuna í Evrópukeppninni – en þá er búið að draga frá allan kostnað við þátttöku í keppninni.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert