Sænskur miðjumaður í Fjarðabyggð

Lið Fjarðabyggðar er í toppbaráttu í 1. deildinni.
Lið Fjarðabyggðar er í toppbaráttu í 1. deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lið Fjarðabyggðar hefur fengið liðsauka fyrir baráttuna á lokaspretti 1. deildar karla í knattspyrnu en í kvöld fékk sænski miðjumaðurinn Carl-Oscar Andersson leikheimild með Austfirðingunum.

Andersson er 23 ára gamall og hefur leikið með Falkenberg undanfarin ár. Hann spilaði 13 leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta ári og var þar áður með liðinu í næstefstu deild. Undanfarna mánuði hefur Andersson hinsvegar verið á mála hjá New York Cosmos í næstefstu deild í Bandaríkjunum.

Spænski miðvörðurinn Hector Pena sem hefur leikið með Fjarðabyggð í sumar er hinsvegar farinn aftur til Leiknis á Fáskrúðsfirði. Hann lék með Leikni í 3. deildinni í fyrra og kemur nú aftur til liðs við félagið sem mjög óvænt er í öðru sæti 2. deildar og í baráttu um að komast uppí 1. deild. Pena spilaði með Skagamönnum í úrvalsdeildinni seinni hluta tímabilsins 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert