„Við ræðum um staðreyndir“

„Næsti leikur hjá Íslandi verður alltaf sá stærsti í sögunni. Alveg sama hvaða þjóð við erum að spila við og hvort við erum að spila á heimavelli eða útivelli. Það verður alltaf stærsti Íslands, næsti leikur í þessum riðli,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu meðal annars, þegar mbl.is ræddi við hann á blaðamannafundi í dag. 

Heimir segir það vera nýtt fyrir íslenska liðið að spila á fimmtudegi í þessari keppni. Ekki svo að skilja að það skipti máli á hvaða vikudegi sé leikið heldur snýst það um hversu langur tími líður frá síðustu leikjum landsliðsmannanna með félagsliðum sínum. Útlit er fyrir að margir þeirri muni spila á sunnudaginn. Fara þá til Hollands í framhaldinu og landsliðið nær fáum æfingum fyrir leikinn gegn Hollandi. Heimir segir að Hollendingar verði væntanlega í svipaðri stöðu. 

Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason glíma við meiðsli sem virðast ekki vera alvarleg og búist er við því að þeir geti beitt sér af fullum krafti á fimmtudaginn. 

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert