Áhersla á aga og einbeitingu

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð góðum árangri með …
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð góðum árangri með íslenska landsliðið undanfarin ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland teflir fram óbreyttum leikmannahópi gegn Hollandi í undankeppni EM á fimmtudaginn frá því í sigurleiknum á Tékklandi í júní. Með sætum 2:1 sigri á Tékkum komst Ísland í efsta sæti riðilsins og hefur setið þar í sumar. Nú tekur alvaran aftur við hjá landsliðsmönnunum og fram kom hjá landsliðsþjálfurunum á blaðamannafundi í gær að þeir þyrftu á þessum tímapunkti að halda væntingunum í skefjum.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa lagt mikla áherslu á aga og einbeitingu. Lagerbäck segir landsliðsmennina hafa brugðist vel við þeim áherslum og þar sé að finna hluta skýringarinnar á frábærum árangri liðsins hingað til í keppninni. Lagerbäck tjáði Morgunblaðinu í gær að þessar áherslur ættu sér ýmsar birtingarmyndir.

„Þegar ég tala um viðhorf á það við um svo margt að ég gæti gert langan lista fyrir þig. Leikmenn þurfa að hlaupa mikið í leikjunum, lesa aðstæður, halda mistökum í lágmarki og vinna návígin svo eitthvað sé nefnt. Þegar við æfum stöðuna maður á móti manni á æfingum höfum við sagt leikmönnum að tölfræðin sýnir glögglega að sigur er mun líklegri ef þú vinnur meirihluta návíga í leiknum. Þjóðverjar hafa til að mynda horft á þessa tölfræði árum saman. Við þurfum stanslaust að hamra á því að einbeitingin sé í lagi. Ef leikmaður tapar návígi minnum við hann á það og reynum að halda mönnum við efnið.“

Sjá nánari umfjöllun um íslenska landsliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert