Selfoss árinu eldra en Stjarnan hefur reynsluna

Harpa Þorsteinsdóttir skorar eitt af þremur mörkum sínum í bikarúrslitunum …
Harpa Þorsteinsdóttir skorar eitt af þremur mörkum sínum í bikarúrslitunum í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Annað árið í röð munu Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á Laugardalsvelli í dag og hefst leikurinn klukkan 16. Fyrir ári skrifaði Selfoss nýjan kafla í sögu sína með því að spila í fyrsta sinn til úrslita, en Stjarnan vann þar öruggan 4:0 sigur. Morgunblaðið fékk Jörund Áka Sveinsson, þjálfara Fylkis, til að spá í spilin fyrir leikinn í dag og reiknar hann með jafnari leik en í fyrra.

„Ég hugsa það, já. Það munar um það fyrir Selfoss að vera búnar að fara í svona leik. Þetta er heilmikil upplifun og þær geta nýtt sér reynsluna frá því í fyrra. Mér finnst mjög sterkt að þær séu komnar þangað aftur ári seinna, það sýnir vott um styrkleika og metnað, en ég reikna með því að Stjarnan beri sigur úr býtum. Liðið hefur ákveðna reynslu og hefð innan sinna raða sem gerir það sigurstranglegra,“ sagði Jörundur Áki og taldi breiðan hóp Stjörnunnar skipta lykilmáli.

Sjá nánari upphitun fyrir bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Selfoss í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert