Daði lék sinn 400. leik fyrir Fram

Daði Guðmundsson í leik með Fram fyrir tveimur árum.
Daði Guðmundsson í leik með Fram fyrir tveimur árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Daði Guðmundsson, leikmaður Fram, lék sinn 400. leik fyrir félagið í gær þegar Framarar unnu 3:1 sigur á BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla í knattspyrnu, en leikið var á heimasvæði Framara í Úlfarsárdal.

Daði sem er fæddur árið 1981 er fyrir nokkru síðan orðinn leikjahæsti leikmaður Fram frá upphafi og í gær náði hann því afreki að spila sinn 400. leik fyrir félagið.

Daði lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki Fram í Sjóvá-Almennra deildinni sumarið 1997 og hefur allar götur síðan tekið þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu með Frömurum, ef frá er talið sumarið 1999. Í efstu deild á hann að baki 187 leiki fyrir Fram og hefur í þeim skorað átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert