Nýttum okkur allan pirringinn

„Við ræddum um það fyrir leik að þær fengju ekki að fagna titlinum hérna, og við ætluðum líka að verða fyrsta liðið til að skora gegn þeim í langan tíma,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, eftir 1:1-jafnteflið við Breiðablik í Pepsideildinni í kvöld.

Jafnteflið þýðir að Breiðablik er með fimm stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Selfoss er hins vegar í 4. sæti, jafnt Þór/KA að stigum en með lakari markatölu.

Breiðablik komst yfir í leiknum en Selfyssingar jöfnuðu snemma eftir það, og Guðmunda segir jafntefli líklega hafa verið sanngjarna niðurstöðu:

„Okkar einkenni er að við hættum aldrei. Það bætti okkur að þær skyldu skora, við fórum að sækja betur og klára sóknirnar betur. Við fengum tvö dauðafæri þar sem Sonný kláraði frábærlega og áttum að gera betur því við erum með frábæra framherja,“ sagði Guðmunda. Nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert