Emil missir líka af leiknum við Kasakstan

Emil Hallfreðsson í landsleiknum gegn Hollendingum í október í fyrra.
Emil Hallfreðsson í landsleiknum gegn Hollendingum í október í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einhver bið verður á því að Emil Hallfreðsson spili sinn 50. landsleik. Emil þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Holland í undankeppni EM í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Verona í ítölsku A-deildinni um síðustu helgi.

Emil staðfesti í samtali við mbl.is í dag að hann missir líka af leiknum á móti Kasakstan á sunnudaginn en hann reiknar með að vera frá keppni næstu 2-3 vikurnar.

Emil hefur tekið þátt í öllum sex leikjum Íslands í undankeppninni en hann hefur spilað 49 landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert