Fá stuðning frá handboltalandsliðinu

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í handboltalandsliðinu vita hvað þarf …
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í handboltalandsliðinu vita hvað þarf til að ná árangri. AFP

Eins og fram hefur komið er áætlað að 3-4 þúsund Íslendingar verði í Amsterdam í kvöld þegar Ísland mætir Hollandi í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu kl. 18.45 að íslenskum tíma.

Á meðal stuðningsmanna Íslands á Amsterdam Arena verða þeir Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmenn í handknattleik. Þeir leika með Bergischer í Þýskalandi en ákváðu að keyra til Hollands til að sjá leikinn í kvöld.

Þess má geta að Arnór er bróðir Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða knattspyrnulandsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert