Íslenska landsliðið uppfyrir Frakka

Aron Einar Gunnarsson og Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í Amsterdam …
Aron Einar Gunnarsson og Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í Amsterdam í gær. AFP

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í morgun og er nú í 23. sæti af 209 þjóðum á listanum.

Með þessu jafnar íslenska liðið sína bestu stöðu á listanum frá upphafi en það var áður í 23. sætinu í júlímánuði og seig niður um eitt sæti í ágúst.

Ísland fer uppfyrir Frakkland og Albaníu sem voru í 23. og 22. sæti á síðasta lista en missir hinsvegar Dani uppfyrir sig og er því ekki efst Norðurlandaþjóðanna eins og í síðustu skipti þegar listinn hefur verið gefinn út. Danir fara upp um þrjú sæti og hækka sig mest af 50 efstu þjóðunum en mest lítið hefur verið um landsleiki frá 6. ágúst þegar listinn kom síðast út.

Ísland er í 16. sæti af 54 Evrópuþjóðum á listanum en var í sautjánda sæti á þeim síðasta.

Engin breyting er í efstu sjö sætum listans en Síle fer upp í 8. sæti á meðan England fellur úr áttunda og niður í 10. sæti. Wales er í 9. sæti og þar með í fyrsta skipti efst bresku þjóðanna.

Þrjátíu bestu landslið heims samkvæmt heimslista FIFA eru eftirtalin:

1. Argentína
2. Belgía
3. Þýskaland
4. Kólumbía
5. Brasilía
6. Portúgal
7. Rúmenía
8. Síle
9. Wales
10. England
11. Spánn
12. Holland
13. Austurríki
14. Króatía
15. Slóvakía
16. Ítalía
17. Sviss
18. Úrúgvæ
19. Alsír
20. Tékkland
21. Fílabeinsströndin
22. Danmörk
23. ÍSLAND
24. Frakkland
25. Albanía
26. Mexíkó
27. Gana
28. Bandaríkin
29. Úkraína
30. Bosnía

Svíar eru í 36. sæti, Norðmenn í 69. sæti, Færeyingar í 75. sæti og Finnar eru áfram neðstir Norðurlandaþjóðanna í 92. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert