Jörundur ekki áfram með Fylki

Jörundur Áki Sveinsson verður ekki áfram með Fylki.
Jörundur Áki Sveinsson verður ekki áfram með Fylki. mbl.is / Eggert Jóhannesson

Jörundur Áki Sveinsson hefur ákveðið að halda ekki áfram með Fylki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Jörundur tók við Fylki fyrir síðasta tímabil en liðið hafnaði 6. sæti deildarinnar og komst í undanúrslit Borgunarbikarsins. Áður var Jörundur með BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla en þar áður hafði hann verið í þjálfarateymi FH.

Ljóst er að hann verður ekki áfram með Fylki en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

„Það var ákveðið að slíta samstarfinu í dag,“ sagði Jörundur í samtali við Fótbolta.net.

„Núna snýr maður sér að öðrum hlutum og skoðar hvort það séu ekki aðrir möguleikar í boði. Ég er opinn fyrir öllu,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert