Þorvaldur ráðinn þjálfari Keflvíkinga

Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson mbl.is/Eggert

Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu sem féll úr Pepsí-deildinni. Samningar hans við Suðurnesjaliðið er til tveggja ára.

Á vef Keflavíkur kemur eftirfarandi fram;

„Þorvaldur hefur mikla reynslu sem þjálfari og er núverandi þjálfari U-19 landsliðs karla.  Hann þjálfaði síðast lið HK en hafði áður þjálfað hjá KA, Fjarðabyggð, Fram og ÍA.  Þorvaldur lék á sínum tíma með KA og Fram og var atvinnumaður um árabil.  Hann á að baki 41 landsleik með A-liði Íslands og skoraði í þeim 7 mörk.

Knattspyrnudeild Keflavíkur er mjög ánægð með hafa fengið Þorvald til Keflavíkur og býður hann hjartanlega velkominn til starfa.“

Þetta er fyrsta nýrrar stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur sem skipuð var á fimmtudagskvöldið en hana skipa:   Jón G. Benediktsson, formaður, en aðrir í stjórn eru Gunnar Oddsson, Hermann Helgason, Karl Finnbogason og Þorleifur Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert