Viktor kominn til Þróttar

Viktor Unnar Illugason í leik með HK.
Viktor Unnar Illugason í leik með HK. mbl.is/Eggert

Viktor Unnar Illugason, sem hefur leikið með HK í 1. deildinni í knattspyrnu undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við Þrótt í Reykjavík, nýliðana í Pepsi-deild karla.

Viktor lék mjög vel með HK sumarið 2014 og skoraði þá 9 mörk í 1. deildinni. Hann átti við meiðsli að stríða allt síðasta tímabil, missti af mörgum leikjum og tilkynnti í mótslok að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann hefur hinsvegar æft með Þrótturum undanfarið og hefur nú gengið frá félagaskiptum.

Viktor er 25 ára framherji eða kantmaður og lék með Breiðabliki, síðan unglingaliði Reading, Val, Selfossi, Haukum, Þrótti og Njarðvík. Hann var í liði Þróttar hluta tímabilsins 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert