Leiknir og Vestri komust áfram

Kolbeinn Kárason, Fannar Þór Arnarsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Elvar Páll …
Kolbeinn Kárason, Fannar Þór Arnarsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Elvar Páll Sigurðsson og Kristján Páll Jónsson, leikmenn Leiknis Reykjavíkur. Eggert Jóhannesson

Tveimur leikjum er lokið í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Leiknir Reykjavík lenti í kröppum dansi gegn KFG, en fór áfram eftir 3:2 sigur. Þá bar Vestri sigur úr býtum gegn Reyni Sandgerði 2:1 eftir framlengdan leik.

120. Leik lokið í Sandgerði með 2:1 sigri Vestra. 

94. MARK. Reynir S. - Vestri, 1:2. Sergine Modou Fall kemur Vestra yfir á fjórðu mínútu framlengingarinnar. 

90. Framlengt í Sandgerði. 

90. Leik lokið á Leiknisvelli með 3:2 sigri Leiknis.

84. MARK. Leiknir R. - KFG, 3:2. KFG neitar að gefast upp og Bjarni Pálmason strengir líflínu fyrir Garðbæinga sem eru einum leikmanni færri. 

77. MARK. Leiknir R. - KFG, 3:1. Atli Arnarson skorar af feykilegu öryggi úr vítaspyrnunni og fer langleiðina með að tryggja Leikni sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. 

76. Sigurður Helgi Harðarson, leikmaður KFG, fær dæmda á sig vítaspyrnu og er í kjölfarið vikið af velli með rauðu spjaldi. 

74. MARK. Leiknir R. - KFG. Hermann Aðalgeirsson kveikir von í hjörtum KFG þegar hann minnkar muninn fyrir Garðbæinga. Rúmt korter eftir og nægur tími fyrir jöfnunarmark. 

48. MARK. Leiknir R. - KFG. Kolbeinn Kárason tvöfaldar forystu Leiknis með marki eftir sendingu frá Óttari Bjarna Guðmundssyni. Kolbeinn nýtir sér klaufagang í vörn KFG og skorar með viðstöðulausu skoti. Nú verður róðurinn þungur hjá Garðbæingum. 

47. MARK. Reynir S. - Vestri, 1:1. Vestri hefur seinni hálfleik af miklum krafti og jafna metin eftir tveggja mínútna leik. Þar var að verki Daniel Osafo-Badu. 

45. Hálfleikur. 

43. MARK. Reynir S.- Vestri, 1:0. Sindri Lars Ómarsson kemur Reyni Sandgerði nokkuð óvænt yfir gegn Vestra. 

39. MARK. Leiknir R. - KFG, 1:0. Kristján Páll Jónsson kemur Leikni R. yfir með marki eftir stoðsendingu frá Atli Arnarsyni. Atli sendir boltann inn fyrir vörn KFG á Kristján Pál sem kemst einn gegn markverði KFG og skorar með laglegu skoti.  

5. Skipting hjá Leikni. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson fer meiddur af velli á börum og Birkir Björnsson kemur inná í hans stað.    

1. Leikirnir eru hafnir. 

Byrjunarlið Leiknis R.: Eyjólfur Tómasson – Eiríkur Ingi Magnússon, Daði Bærings Halldórsson, Atli Arnarson, Davi Wanderley Silva, Kolbeinn Kárason, Kristján Páll Jónsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Kári Pétursson, Friðjón Magnússon, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson.

Byrjunarlið KFG: Pétur Már Bernhöft – Birgir Rafn Baldursson, Sigurður Helgi Harðarson, Grétar Atli Grétarsson, Aron Grétar Jafetsson, Andri Sigurjónsson, Bjarni Pálmason, Daði Kristjánsson, Andri Björn Indriðason, Brynjar Björn Gunnarsson, Tómas Orri Almarsson.

Byrjunarlið Reynis Sandgerðis: Rúnar Gissurarson – Arnór Smári Friðriksson, Hafsteinn Rúnar Helgason, Sebastian Hubert Klukowski, Marteinn Pétur Urbancic, Ivan Jugovic, Einar Þór Kjartansson, Sindri Lars Ómarsson, Patrekur Örn Friðriksson, Tomislav Misura, Magnús Einar Magnússon.

Byrjunarlið Vestra: Cyrus Mohseni – Hafþór Atli Agnarsson, Aurelien Norest, Daniel Osafo-Badu, Ernir Bjarnason, Viktor Júlíusson, James Pucci, Ólafur Atli Einarsson, Nikulás Jónsson, Pétur Bjarnason, Vincent Broderick Steigerwald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert