Fjölnir burstaði Þrótt

Úr leik Þróttar og Fjölnis í kvöld.
Úr leik Þróttar og Fjölnis í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert lát er á góðu gengi Fjölnis en liðið lagði Þrótt 5.0 í Pepsideild karla í kvöld er liðinn mættust í áttundu umferðinni á gervigrasinu í Laugardal. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Það var Birnir Snær Ingason sem skoraði tvívegis fyrir Fjölni í fyrri hálfleik með mínútu millibili, fyrra markið kom á 39. mínútu og það síðara á 40. Mínútu. Fyrra markið sérlega glæsilegt, skrúfaði bolann laglega með skoti utan teigs í slána og inn, alveg út við stöng.

Í síðari hálfleik bætti Martin Lund Pedersen við marki á 62. mínútu eftir sendingu frá Birni Snæ og síðan bætti Þórir Guðjónssosn við tveimur mörkum, fyrst úr víti eftir að brotið var á Martin Lund og síðan eftir stoðsendingu þess sama.

Þróttur 0:5 Fjölnir opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er þrjár mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert