Stjörnukonur skelltu Val og tóku toppsætið

Úr leik Stjörnunnar og Vals í dag.
Úr leik Stjörnunnar og Vals í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þriggja marka sigur Stjörnukvenna á Val á Samsungvellinum í Garðabæ í dag tryggði þeim efsta sæti deildarinnar.

Valskonur sóttu án afláts og uppskáru nokkrar hornspyrnu ásamt sæmilegum færum enda fjölmenntu þær í sóknir sínar. Garðbæingar stóðu af sér storminn og voru eftir korter byrjaðir að byggja upp sóknir sínar.  Valskonur fengu hinsvegar gott færi þegar Vesna Elísa Smiljkovi skaut í stöng á 20. Mínútu en þremur mínútum síðar skallaði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir boltann langt utan teigs framhjá Söndru Sigurðardóttir, hrasaði. Fimm mínútum síðar bætti Ana Victoria Cate af stuttu færi þegar Donna Key Henry lagði boltann laglega fyrir hana.

Síðari hálfleikur var ekkert sérstakur, lítið um góð færi þar til Harpa Þorsteinsdóttir skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Donnu. Undir lokin settu Valskonur meira púður í sóknina en fyrir vikið fengu Stjörnukonur nokkur góð færi en tókst ekki að bæta við.

Fyrr í dag hafði Breiðablik 1:0 sigur á Fylki og komst í 11 stig með 8-3 í markatölu en með sigrinum tók Stjarnan efsta sætið, nú með 13 stig. Til að bæta gráu ofan á svart fóru Valskonur niður um eitt sæti því Þór/KA tók þriðja sætið af þeim með 4:0 sigri á FH.

Stjarnan 3:0 Valur opna loka
90. mín. Stjarnan fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert