Eins og konur gegn litlum stelpum

Siguróli Kristjánsson og Jóhann Kristinn Gunnarsson
Siguróli Kristjánsson og Jóhann Kristinn Gunnarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við sennilega mætum þeim særðum eftir síðasta leik sinn og Valskonur ætluðu að vera í toppbaráttunni svo þær vildu þetta miklu meira en við og voru bara betri,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 6:1 skell gegn Val að Hlíðarenda í dag þegar 6. Umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu hófst.

Við getum ekki krufið núna hvað gerðist í leiknum en þjálfari leggur leikinn ekki rétt upp, leikmenn mæta ekki nógu vel undirbúnir, stemmingu vantar, hinu liðinu sýnd of mikil virðing svo það má sjá að þetta er fullt af þáttum en eitt megum við aldrei gera og það er að gefast upp, eins og við gerðum á köflum – þó ekki alltaf.  Það varð þó til að þess að það komu augnablik þegar var eins og það væru konur að spila á móti litlum stelpum“. 

“Það þýðir ekkert að vera gera lítið úr Valkonum, þær hittu á góðan dag með þessi gæði sem býr í liðinu og þær rassskelltu okkar í dag og voru betri á öllum sviðum knattspyrnunnar,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert