Framherji til ÍBV

Abigail Cottam í búningi West Bromwich.
Abigail Cottam í búningi West Bromwich. Ljósmynd/thealbionfoundation.co.uk

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur fengið liðsauka fyrir seinni hluta keppnistímabilsins en enski framherjinn Abigail Cottam er gengin til liðs við félagið.

Cottam er 26 ára sóknarmaður sem var næstmarkahæsti leikmaður West Bromwich Albion síðasta vetur þegar félagið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni - sem er í raun þriðja deildin fyrir neðan atvinnudeildirnar tvær þar í landi. Hún hefur áður spilað með Aston Villa og með bandarísku háskólaliði.

ÍBV hefur unnið tvo góða útisigra á síðustu dögum, gegn Þór/KA í undanúrslitum bikarsins og gegn Selfossi, 5:3, í gærkvöld. Liðið er í 5. sæti Pepsi-deildarinnar og mætir Breiðabliki í úrslitaleik bikarsins á Laugardalsvellinum 12. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert