Þá langaði meira í úrslitaleikinn

„Við fengum tvö dauðafæri í þessum leik, hvort í sínum hálfleiknum, en við náðum ekki að nýta þau. ÍBV var hins vegar sterkari aðilinn í þessum leik og sýndi meiri vilja en við. Við vorum ragir í sóknarleiknum og varnarleikurinn var ekki nógu sterkur,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við mbl.is eftir 1:0 tap liðsins gegn ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í gær. 

Spurður um hvort tap í Evrópukeppni og bikarkeppni með stuttu millibili flokkist undir krísu svaraði Heimir því til að svo gæti varla verið. Á níu árum hans hjá FH hefði aldrei komið upp krísa. 

Viðtalið við Heimi í heild sinni má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. 

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert