Tveimur sveitarstjórum teflt fram í sama liði

Pétur Georg Markan í búningi Víkings.
Pétur Georg Markan í búningi Víkings. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit er fyrir að tveimur starfandi sveitarstjórum verði teflt fram í sama liðinu á Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta laugardag. 

Formaður Harðar á Ísafirði, Tómas Emil Gunnarsson, fullyrðir í samtali við vefútgáfu Bæjarins besta að þeir Pétur Georg Markan og Jón Páll Hreinsson muni leika með liðinu gegn Ými úr Kópavogi á laugardaginn kemur í A-riðli 4. deildar. 

Pétur Markan er sveitarstjóri í Súðavík og Jón Páll er nýráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. 

Pétur hefur áður komið við sögu hjá Herði en hann lék á sínum tíma 43 leiki í efstu deild fyrir Fjölni, Val og Víking R. Jón Páll er ekki eins þekktur og Pétur í knattspyrnunni en lék þó á yngri árum með BÍ og Erni á Ísafirði. 

Um er að ræða síðasta leik Harðar í sumar. 

Frétt BB

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert