KR datt í danska lukkupottinn með Beck

Morten Beck með boltann í leik gegn Víkingi R. í …
Morten Beck með boltann í leik gegn Víkingi R. í sumar. mbl.is/Ófeigur

Danski bakvörðurinn Morten Beck hefur leikið afar vel í sumar með KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Beck átti mjög góðan leik í 1:1 jafntefli gegn Breiðabliki í 16. umferð deildarinnar. Miðvörðurinn Skúli Jón Friðgeirsson stendur yfirleitt við hlið Danans í vörn KR og hann hrósar Beck óspart fyrir sína framgöngu með liðinu síðan hann gekk til liðs við KR í vor.

„Morten er voðalega ljúfur og góður náungi. Hann er svona frekar feimin týpa en er alltaf að opnast meira og meira. Hann er náttúrulega frábær atvinnumaður sem er aldrei með neitt vesen heldur gerir bara það sem honum er sagt,“ sagði Skúli Jón í samtali við Morgunblaðið í gær.

Góður í sókn og vörn

„Við höfum mjög gaman af því að rifja upp þegar hann kom inn í liðið fyrst. Þá vorum við í æfingaferð í Florida og hann kom bara beint þangað til reynslu hjá KR. Hann þekkti auðvitað engan, var frekar feimin týpa og alveg ofboðslega stressaður. Okkur leist ekkert sérstaklega vel á hann í byrjun! Svo kom í ljós að þetta var algjör toppmaður og frábær í fótbolta.“

Nánar er fjallað um Beck í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert