Sex nýliðar í U-21 árs landsliðinu

Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur, er einn sex nýliða …
Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur, er einn sex nýliða í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins. mbl.is/Golli

Íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu karla leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2017 í byrjun september. Fyrri leikurinn er gegn Norður-Írlandi þann 2. september, en seinni leikurinn er gegn Frakklandi þann 6. september. 

Eyjólfur Gjafar Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson, þjálfarar liðsins, hafa valið leikmannahópinn sem tekur þátt í þessum tveimur verkefnum í september. Sex nýliðar eru í leikmannhópi íslenska liðsins að þessu sinni og tveir þeirra eru fæddir árið 1997.

Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi og Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur eru fæddir árið 1997, en hinir nýliðarnir eru Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, Hans Viktor Guðmundsson, leikmaður Fjölnis og Þórður Þorsteinn Þórðarson, leikmaður ÍA.

Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik færra en franska liðið. Leikurinn gegn Norður-Írlandi fer fram á Mourneview Park, heimavelli Glenavon. Leikurinn gegn Frökkum fer síðan fram Stade Michel-d´Ornano í Caen.  

Hópurinn er þannig skipaður:

Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Frederik Schram, Roskilde
Anton Ari Einarsson, Valur

Orri Sigurður Ómarsson, Valur
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Aron Elís Þrándarson, Álasund
Árni Vilhjálmsson, Breiðablik
Elías Már Ómarsson, Gautaborg
Adam Örn Arnarsson, Álasund
Böðvar Böðvarsson, FH
Oliver Sigurjónsson, Breiðablik
Ævar Ingi Jóhannesson, Stjarnan
Daníel Leó Grétarsson, Álasund
Heiðar Ægisson, Stjarnan
Viðar Ari Jónsson, Fjölnir
Albert Guðmundsson, PSV
Davíð Kristján Ólafsson, Breiðablik
Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir
Óttar Magnús Karlsson, Víkingur
Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert