Ísland í 16. sæti

Byrjunarlið Íslands gegn Hvít-Rússum.
Byrjunarlið Íslands gegn Hvít-Rússum. mbl.is/Golli

Kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun.

Ísland er í 16. sæti á listanum eins og síðast þegar hann var gefinn út en af Evrópuþjóðum eru Íslendingar í 9. sætinu á eftir Sviss. Kanada hefur styrkt mest stöðu sína af bestu þjóðum heims og er í fyrsta skipti komið í fjórða sæti listans.

Tíu efstu þjóðirnar á FIFA-listanum:

Bandaríkin
Þýskaland
Frakkland
Kanada
England
Svíþjóð
Ástralía
Japan
Norður-Kórea
Brasilía

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert