Skora eins og ég get

„Stefnan er að gera betur en í fyrra,“ sagði markahrókurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson eftir 2:0 sigur á Víkingum úr Reykjavík í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Garðar sagði að hans markmið væri bara að skora eins mikið og hann gæti, en kappinn er nú kominn með 14 mörk í 17 leikjum og fimm leikir eru eftir. Markametið í efstu deild er 19 mörk og ekki ólíklegt að Garðar komist nærri því.

ÍA varð í 7. sæti í fyrra með 29 stig og er nú með 28 stig þannig að liðið ætti að ná markmiði sínu. 

„Fannst þér þetta auðvelt? Mér fannst þetta erfitt, við lögðum mikla vinnu í þennan leik, vorum fínir í fyrri hálfleik en síðan vorum við ekki eins ákveðnir í seinni hálfleik, eins og oft vill verða þegar lið er yfir,“ sagði markahrókurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert