Galatasaray staðfestir félagaskiptin

Kolbeinn í búningi Galatasaray.
Kolbeinn í búningi Galatasaray. Ljósmynd/twitter

Tyrkneska knattspyrnufélagið Galatasaray staðfestir á vef sínum að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé genginn í raðir þess frá franska liðinu Nantes.

Eins og mbl.is greindi frá í dag stóðst Kolbeinn læknisskoðun hjá félaginu og í kjölfarið var hann kynntur til leiks hjá því.

Um lánssamning er að ræða en Galatasaray hefur forkaupsrétt á Kolbeini eftir tímabilið og mun þá þurfa að greiða fyrir hann allt að 3,8 milljónum evra en sú upphæð jafngildir um 500 milljónum króna.

Á myndinni er Kolbeinn með bróður sínum og umboðsmanni, Andra Sigþórssyni.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BJvbCGpjVFx/" target="_blank">❤️💛 #Galatasaray #Cimbom #KS77 #77 #KolbeinnSigthorsson #Kolbeinn #Sigthorsson @galatasaray</a>

A photo posted by Kolbein Sigthorsson (@kolbeinn.sigthorsson) on Aug 30, 2016 at 10:19am PDT

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert