Leiknir framlengir við lykilleikmann

Jesus Suárez, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði og Hákon Ingi Jónsson, leikmaður …
Jesus Suárez, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði og Hákon Ingi Jónsson, leikmaður HK, berjast um boltann í leik liðanna um helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leiknir Fáskrúðsfirði sem bjargaði sæti sínu í 1. deild karla í knattspyrnu með ótrúlegum hætti um nýliðna helgi hefur framlengt sinn við spænska miðvallarleikmanninn Jesus Suárez sem lék með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á facebook-síðu Leiknis. 

Suárez lék 20 leiki fyrir Leikni í sumar og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk. Hann var fyrirliði liðsins seinni hluta tímabilsins. Samningur Suárez við Leikni gildir út næsta keppnistímabil. 

„Þá er undirbúningur Inkasso17 hafinn. Jesus Suarez, einn albesti leikmaður Inkasso16, búinn að skrifa undir samning fyrir næsta tímabil. Til hamingju Leiknir og Suarez!" segir á Facebook síðu Leiknis.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert