Þjálfaraskipti hjá Fjarðabyggð

Ólafur Hrannar Kristjánsson, leikmaður Leiknis Reykjavíkur og Stefán Þór Eysteinsson, …
Ólafur Hrannar Kristjánsson, leikmaður Leiknis Reykjavíkur og Stefán Þór Eysteinsson, leikmaður Fjarðabyggðar, berjast um boltann í leik liðanna í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Víglundur Páll Einarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari Fjarðabyggðar, en liðið féll úr 1. deild karla í knattspyrnu á nýafstaðinni leiktið. Þetta staðfesti Víglundur Páll í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég þakka leikmönnum,stuðningsmönnum og þeim sem að félaginu koma fyrir samstarfið," sagði Víglundur við Fótbolta.net.

Víglundur tók við Fjarðabyggð fyrir tímabilið, en liðið hafnaði í neðsta sæti 1. deildarinnar með 17 stig og leikur þar af leiðandi í 2. deild á næstu leiktíð. Víglundur Páll hefur áður þjálfað Einherja á Vopnafirði.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert