Ánægður á Íslandi og samdi til tveggja ára

Dino Gavric í baráttunni í vítateignum í leik gegn KA …
Dino Gavric í baráttunni í vítateignum í leik gegn KA í upphafi síðasta tímabils. Mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fram hefur samið við króatíska varnarmanninn Dino Gavric til næstu tveggja ára og mun hann því spila áfram með liðinu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu næsta sumar.

Gavric, sem er 27 ára gamall, lék 18 deildarleiki með Fram í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann er miðvörður og var einn besti leikmaður Framara á tímabilinu, segir í frétt á Fram.is. Þar segir jafnframt að Gavric sé mjög ánægður á Íslandi og hafi sjálfur haft frumkvæði að því að gera samning til tveggja ára í stað eins.

Ásmundur Arnarsson þjálfari er ánægður með ákvörðun Króatans. „Auk þess að vera frábær leikmaður er Dino reynslumikill og sterkur karakter sem hjálpar liðinu að ná lengra og það er ekki síður þess vegna sem það er félaginu dýrmætt að tryggja sér krafta hans næstu tvö árin,“ sagði Ásmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert