Með gegn Íslandi?

Luka Modric og Birkir Bjarnason í Laugardalnum árið 2013.
Luka Modric og Birkir Bjarnason í Laugardalnum árið 2013. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Króatíski knattspyrnumaðurinn Luka Modric, einn besti miðjumaður heims, er í kapphlaupi við tímann um að verða klár í slaginn með króatíska landsliðinu þegar það mætir Íslandi í toppslag I-riðils undankeppni HM, þann 12. nóvember í Zagreb.

Modric meiddist í hné í leik gegn Dortmund í september og spænska blaðið Marca segir ljóst að hans hafi verið saknað í Evrópumeistaraliðinu. Blaðið segir að binda megi vonir við að hann geti spilað grannaslaginn gegn Atlético Madrid þann 19. nóvember, en það er viku eftir leikinn við Ísland, nú þegar hann sé nýfarinn að geta æft með bolta á tánum á nýjan leik.

Modric, sem nýverið samdi við Real til ársins 2020, var í fyrrakvöld útnefndur besti miðjumaður spænsku 1. deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert