Margrét í aðgerð sem frestað var lengi

Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari. mbl.is/Golli

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er á leið í aðgerð á vinstra læri um mánaðamótin vegna meiðsla sem hafa háð henni um árabil.

Margrét fór í sambærilega en þó umtalsvert stærri aðgerð á hægra lærinu haustið 2012, en hefur kosið að fresta aðgerðinni á vinstra lærinu síðustu ár.

„Ég var búin að bíða með þessa aðgerð í svolítinn tíma því ég náði alltaf að hvíla mig inni á milli, eftir fyrri aðgerðina og svo þegar ég fór í barneignir,“ sagði Margrét við Morgunblaðið í gær.

Eftir aðgerðina á hægra lærinu þurfti hún nokkra mánuði til að jafna sig en vonir standa til þess að hún verði klár í slaginn eftir 4-6 vikur að þessu sinni, og því farin að spila fótbolta að nýju strax í janúar, svo aðgerðin ætti ekki að hafa nein neikvæð áhrif á undirbúninginn fyrir EM næsta sumar. Hún segir reynsluna af aðgerðinni sem hún fór í fyrir fjórum árum hafa verið mjög góða og bindur vonir við að það skili sams konar árangri að fara undir hnífinn nú.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert