Fjölnir samdi við Birni og Hans

Birnir Snær Ingason í leik á móti Víkingi síðasta sumar.
Birnir Snær Ingason í leik á móti Víkingi síðasta sumar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Úrvalsdeildarfélag Fjölnis í knattspyrnu hefur endurnýjað samninga sína við tvo af efnilegustu leikmönnum liðsins. 

Um er að ræða þá Birni Snæ Ingason og Hans Viktor Guðmundsson en báðir eru þeir tvítugir og komu mikið við sögu hjá liðinu í Pepsí-deildinni í sumar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni en skrifað var undir um helgina. 

Hans er tvítugur miðvörður sem vann sér fast sæti í vörn Fjölnis síðasta sumar, lék 19 af 22 leikjum liðsins í deildinni og skoraði tvö mörk. Hann var valinn í hóp 21-árs landsliðsins undir lok undankeppni EM í haust.

Birnir varð tvítugur í gær en hann er framherji og spilaði 15 leiki með Fjölni í deildinni í sumar þar sem hann skoraði þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert