FH samdi við níu leikmenn

Ingibjörg Rún Óladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og María Selma Haseta …
Ingibjörg Rún Óladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og María Selma Haseta eru þrjár af þessum níu stúlkum.

Knattspyrnudeild FH hefur á síðustu dögum samið við níu leikmenn úr meistaraflokksliði kvenna en það eru nær allt saman stúlkur sem léku með liðinu í Pepsi-deild kvenna á nýliðnu keppnistímabili.

FH var þar nýliði og hélt sæti sínu, hafnaði í sjötta sæti, en liðið var afar ungt og margir leikmanna þess enn á 2. og 3. flokksaldri. Sex af þessum leikmönnum eru á aldrinum 15-19 ára og flestar eiga að baki leiki með yngri landsliðum Íslands.

 Leikmennirnir eru Aníta Dögg Guðmundsdóttir, Halla Marinósdóttir, Ingibjörg Rún Óladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, María Selma Haseta, Melkorka Katrín Pétursdóttir, Rannveig Bjarnadóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir.

Þær Ingibjörg, Karólína, María, Melkorka, Rannveig og Selma léku allar með FH í deildinni í sumar, Lilja og Halla voru í láni hjá ÍR og Aníta var varamarkvörður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert