EM í Hollandi í opinni dagskrá

Ísland vann undanriðil sinn fyrir EM og er það í …
Ísland vann undanriðil sinn fyrir EM og er það í fyrsta sinn sem liðið vinnur sér inn þátttökurétt á mótinu án þess að fara í gegnum umspil. mbl.is/Eggert

RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn frá Evrópumóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi á næsta ári.

Ísland leikur á mótinu í þriðja sinn en það fer fram dagana 16. júlí til 6. ágúst. Ísland er í riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss, og er fyrsti leikur Íslendinga gegn Frökkum þriðjudagskvöldið 18. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert