Gary Martin um KR: Þetta var persónulegt

Gary Martin í búningi KR þegar allt lék í lyndi.
Gary Martin í búningi KR þegar allt lék í lyndi. mbl.is/Eggert

Gary Martin gekk í dag í raðir Lokeren í Belgíu, en hann hefur leikið hér á landi síðan árð 2012. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á síðan þá.

Gary Martin varð markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2014 með KR, en sumarið eftir fékk hann fá tækifæri og sat iðulega á bekknum á meðan Bjarni Guðjónsson var við stjórn. Hann segir að það hafi verið ekki vegna skorts á hæfileikum.

„Ég var ekki á bekknum af því að ég var ekki nógu góður, allir vita það. Þetta var persónulegt. Það er einfalt að þjálfararnir þrír sem stjórnuðu hjá KR kunnu ekki vel við mig eða höfðu eitthvað á móti mér,“ sagði Gary Martin í viðtali við fotbolti.net í kvöld.

Martin segir að Bjarni sé eins og svart og hvítt sem þjálfari og leikmaður.

„Hann var besti leikmaður sem ég spilaði með á Íslandi og það voru aldrei vandræði á milli okkar þegar við spiluðum saman. Sem þjálfara er ekki hægt að vinna með honum þegar hann sagði fimm dögum fyrir leik að þú myndir byrja, en síðan þegar kom að leiknum þá varstu á bekknum. Það er ekki hægt að spila fyrir þannig þjálfara,“ sagði Gary Martin enn fremur við fotbolti.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert