FH með fullt hús stiga

Emil Pálsson skoraði annað marka FH í sigri liðsins gegn …
Emil Pálsson skoraði annað marka FH í sigri liðsins gegn Víkingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH bar sigurorð af Víkingi Reykjavík, 2:1, þegar liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í Grafarvoginum í dag. 

Emil Pálsson og Kristján Flóki Finnbogason komu FH tveimur mörkum yfir með mörkum sínum í fyrri hálfleik. Arnþór Ingi Kristinsson minnkaði muninn fyrir Víking í seinni hálfleik, en lengra komst Víkingur ekki og FH fór með sigur af hólmi. 

FH er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en liðið hafði betur gegn Haukum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Víkingur er hins vegar með þrjú stig eftir sigur gegn KA í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 

Upplýsingar um úrslit leiksins og markaskorara eru af Fótbolta.net. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert