Byrjunarlið Íslands: Sigríður Lára á miðjunni

Sigríður Lára Garðarsdóttir í landsliðstreyjunni.
Sigríður Lára Garðarsdóttir í landsliðstreyjunni. mbl.is/Árni Sæberg

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur opinberað byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Noregi í fyrsta leik Íslands í Algarve-bikarnum í Portúgal.

Dagný Brynjarsdóttir mun hvíla í kvöld og þá er ólíklegt að Margrét Lára Viðarsdóttir taki þátt í leiknum. Sigríður Lára Garðarsdóttir mun taka stöðu Dagnýjar á miðjunni, en hún á einn landsleik að baki. Nokkrir fastamenn í liðinu eru á varamannabekknum, eins og Fanndís Friðriksdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Byrjunarliðið má sjá hér að neðan, en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Mark: Sandra Sigurðardóttir

Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Miðja: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (F) og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Sókn: Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra María Jessen

Byrjunarliðið gegn Noregi.
Byrjunarliðið gegn Noregi. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert