Viss um að þeir nýta tækifærið

Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Tyrkjum síðasta haust.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Tyrkjum síðasta haust. mbl.is/Golli

Íþróttamaður ársins, Gylfi Þór Sigurðsson, segir liðsheildina og stemninguna vera mikilvægasta þáttinn hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu nú sem hingað til.

Gylfi segist viss um að þeir leikmenn sem nú fá tækifæri vegna forfalla fimm fastamanna muni nýta tækifærið vel.

„Við missum eiginlega hálft byrjunarliðið og það er aldrei gott. Margir lykilmenn eru meiddir, leikmenn sem hafa spilað mikið í síðustu leikjum. Það er aldrei gott en ég er viss um að strákarnir sem hafa beðið lengi og vilja sanna sig, muni grípa tækifærið og nýta sér það. Eftir sem áður er liðsheildin og stemningin í hópnum það mikilvægasta sem við höfum og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gylfi þegar Morgunblaðið ræddi við hann á landsliðsæfingu í Parma í gærmorgun.

Gylfi segir að mikilvægt verði fyrir Ísland að byrja leikinn af krafti og óskastaða væri að ná að skora snemma í leiknum.

„Ég vil sjá okkur byrja leikinn af krafti og skora sem fyrst. Þeir (leikmenn Kósóvó) liggja væntanlega aftarlega og beita skyndisóknum. Ef við náum að skora snemma þá myndi það breyta leiknum gríðarlega. Þeir eru með nokkuð gott lið þótt þeir séu ekki með nema eitt stig í riðlinum, “ sagði Gylfi ennfremur við Morgunblaðið en hann leikur sinn 49. landsleik á móti Albaníu. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert