„Ekki hægt að lýsa tilfinningunni“

Hörður Björgvin Magnússon fagnar marki sínu ásamt Aroni Sigurðarsyni.
Hörður Björgvin Magnússon fagnar marki sínu ásamt Aroni Sigurðarsyni. Ljósmynd/Twitter-síða UEFA

Hörður Björgvin Magnússon skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann var hetja Íslands í 1:0-sigri á Írum í vináttulandsleik í Dublin í kvöld.

Hörður Björgvin skoraði með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu, og því sannarlega minnisstætt fyrsta mark.

„Ég er algjörlega í skýjunum. Það er engin leið að lýsa tilfinningunni að skora fyrir landið sitt. Ég þarf að láta þetta síast inn,“ tísti Hörður Björgvin.

Það er svo ljóst að rakarinn hans er ánægður með sinn mann. Jafnvel svo mikið að hann taki heiðurinn fyrir það.

„Hvað gerist þegar þú kemur til mín í klippingu? Þú skorar mörk eins og þetta!“ skrifaði rakarinn á Twitter og tók Hörður Björgvin sjálfur vel í það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert