Valsmenn fögnuðu titli

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur við bikarnum úr hendi …
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur við bikarnum úr hendi Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á Valsvellinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann í kvöld Meistarakeppni KSÍ annað árið í röð þegar liðið lagði FH að velli, 1:0, með marki fyrirliðans Hauks Páls Sigurðssonar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Bikarmeistarar Vals hafa nú unnið Meistarakeppni KSÍ oftast allra liða, nú alls tíu sinnum. Íslandsmeistarar FH hafa unnið hana sex sinnum.

Leikurinn í kvöld var nokkuð fjörugur þó að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Kristinn Ingi Halldórsson, fremsti maður Vals í leiknum, kom boltanum í markið á 14. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Steven Lennon átti stórkostlegt skot strax í kjölfarið, fyrir FH, en Anton Ari Einarsson varði meistaralega í slá. Lennon hafði reyndar áður átt skalla rétt yfir markið eftir frábæra fyrirgjöf frá landa sínum Robert Crawford, sem leit vel út í leiknum.

Sigurmark Hauks Páls kom eftir frábæra hornspyrnu hins danska Nicolas Bögild sem lék fremst á miðjunni hjá Val.

Bjarni Ólafur Eiríksson í baráttu við Guðmund Karl Guðmundsson á …
Bjarni Ólafur Eiríksson í baráttu við Guðmund Karl Guðmundsson á Valsvellinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Rólegra var yfir leiknum í seinni hálfleik en FH fékk þó algjört dauðafæri eftir tæplega klukkutíma leik þegar Lennon stakk boltanum inn á Kristján Flóka Finnbogason sem var þá kominn aleinn gegn markverði. Anton Ari varði hins vegar slakt skot FH-ingsins.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Valur 1:0 FH opna loka
90. mín. Bergsveinn Ólafsson (FH) á skalla sem fer framhjá Kominn inn í vítateig andstæðinganna og átti þennan skalla yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert