Atli í sigtinu hjá hollensku liði

Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson. mbl.is/Golli

Holland gæti orðið næsti áfangastaður knattspyrnumannsins Atla Sigurjónssonar sem er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Breiðablik á dögunum.

Atli var til reynslu hjá hollenska B-deildarliðinu Almere City en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar og er í baráttu um að komast í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.

„Ég fór út um daginn til Almere City. Mér gekk vel og málin eru í biðstöðu hvað framhaldið varðar. Þess vegna hef ég ekki farið í neinar viðræður við liðin hérna heima,“ sagði Atli við mbl.is í kvöld.

Atli er 25 ára gamall og kom til Breiðabliks frá KR árið 2015 en hann er upp­al­inn hjá Þór á Ak­ur­eyri. Atli lék 49 leiki fyr­ir Blika og skoraði í þeim átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert