Í hvaða HM-riðli hafnar Ísland?

Íslenska kvennalandsliðið verður í hattinum í dag.
Íslenska kvennalandsliðið verður í hattinum í dag. mbl.is/Golli

Í dag verður dregið í riðla fyrir undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi sumarið 2019. Ísland verður þar í hattinum.

Dregið verður í sjö riðla sem hver inniheldur fimm lið – eitt úr hverjum styrkleikaflokki. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn, en flest liðin sem taka þátt á EM í sumar raða sér í efstu tvo flokkana.

Sigurvegarar hvers riðils munu tryggja sér sæti í lokakeppninni, auk þess sem liðin fjögur sem ná besta árangrinum í öðru sæti spila innbyrðis um sæti í lokakeppninni.

Styrkleikaflokkana má sjá hér að neðan, en þeim er raðað niður frá bilinu A-E.

Flokkur A: Þýskaland, England, Noregur, Svíþjóð, Spánn, Sviss, Ítalía

Flokkur B: Holland, Ísland, Skotland, Danmörk, Austurríki, Belgía, Rússland

Flokkur C: Finnland, Úkraína, Wales, Rúmeníu, Pólland, Tékkland, Írland

Flokkur D: Portúgal, Serbía, Ungverjaland, Bosnía og Hersegónvína, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Slóvenía

Flokkur E: Norður-Írland, Króatía, Ísrael, Kasakstan, Albanía, Færeyjar, Moldóva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert