Frá stríðni í toppbaráttu?

Cloe Lacasse og Anna Rakel Pétursdóttir í leik ÍBV og …
Cloe Lacasse og Anna Rakel Pétursdóttir í leik ÍBV og Þórs/KA í fyrra, en bæði lið eru til umfjöllunar í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þór/KA og ÍBV hafa strítt toppliðum Pepsi-deildar kvenna síðustu tvö ár en endað í 4. og 5. sæti. Bæði horfa til þess að komast ofar í sumar. FH-ingar, sem urðu í 6. sæti í fyrra sem nýliðar, gætu aftur á móti þurft að sætta sig við fallbaráttu.

Íslandsmótið hefst á morgun og Morgunblaðið skoðar í dag liðin þrjú sem enduðu í 4.-6. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Í gær var farið yfir liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti, sem og nýliðana Hauka og Grindavík, og á morgun verður sjónum beint að Íslandsmeisturum Stjörnunnar, Breiðabliki og Val.

Níu ár í röð hefur Þór/KA endað í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar, og ekkert annað lið getur státað af því. Akureyringar vilja hins vegar meira en 4. sæti eins og í fyrra, helst Íslandsmeistaratitil eins og árið 2012, en þá þarf margt að ganga upp. „Við ætlum að berjast um báða titlana sem í boði eru og teljum okkur eiga fullt erindi í það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, sem tók við liði Þórs/KA síðasta haust.

Á „stormasömum“ vetri fyrir norðan, þar sem samstarfi Þórs og KA virtist um tíma ætla að ljúka næsta haust, hefur leikmannahópurinn haldist nokkuð svipaður frá síðasta ári. Til liðsins er mætt hin mexíkóska Bianca Sierra, miðvörður sem lék í norsku úrvalsdeildinni í fyrra, en hún er kærasta markahróksins Stephany Mayor sem verður áfram hjá Þór/KA. Mayor skoraði 12 mörk í fyrra. Þriðja mexíkóska landsliðskonan í liðinu er svo Natalia Gómez sem lék vel á miðjunni síðasta sumar.

Þór/KA ákvað hins vegar að fá Ceciliu Santiago ekki aftur í markið, heldur fá Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur frá ÍBV: „Okkur bauðst hrikalega góður, íslenskur markvörður sem ég þekki vel frá því að ég var hjá Val á sínum tíma. Hún hefur komið feikilega sterk inn í þetta og er reynslumikil, sem var mikilvægt,“ sagði Donni, sem vill sjá Bryndísi fá sæti í landsliðinu fyrir Evrópumótið í Hollandi í júlí: „Að mínu viti á hún heima í EM-hópnum.“

Í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag má sjá ít­ar­lega um­fjöll­un um lið Þórs/KA, ÍBV og FH fyr­ir Pepsi-deild kvenna sem hefst á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert