Fín byrjun Eyjakvenna

Kristín Erna Sigurlásdóttir með boltann í leiknum í dag.
Kristín Erna Sigurlásdóttir með boltann í leiknum í dag. mbl.is/Sigfús

ÍBV sigraði KR með einu marki gegn engu á Hásteinsvelli í 1. umferð Pepsí-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Leikurinn var alls ekki mikið fyrir augað og kom eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Cloe Lacasse skoraði markið en boltinn lak yfir línuna eftir mikið klafs í teignum.

Mög mikið rok var í Eyjum og skiptist á að snjóa og rigna. Völlurinn var í frábæru standi þannig boltinn flaut vel á honum, liðin nýttu sér illa vindinn í bakið þar sem skottilraunir hittu varla rammann framan af.

Eyjakonur sóttu mun meira en KR-ingar föttuðu það of seint að reyna að sækja jöfnunarmarkið, þær sátu til baka, leyfðu ÍBV að stjórna leiknum og sitja uppi með engin stig. 

ÍBV 1:0 KR opna loka
90. mín. Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) kemur inn á Fær að spila nokkrar sekúndur á afmælisdeginum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert