Sandor Matus á fulla ferð á ný

Sandor Matus.
Sandor Matus. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Markvörðurinn reyndi, Sandor Matus, hefur tekið skóna af hillunni að nýju og mun leika með Dalvík/Reyni í 3. deildinni í knattspyrnu í sumar.

Sandor hef­ur leikið hér á landi frá ár­inu 2004, fyrst með KA í ára­tug en svo með Þór á ár­un­um 2014-2016. Hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta sumar og fór þá inn í þjálfarateymi Þórs. Þetta er raunar í annað sinn sem Sandor tekur skóna af hillunni, en í vetur spilaði hann einn leik með Einherja frá Vopnafirði vegna manneklu.

Sandor hefur verið einn besti markvörður landsins síðan hann kom til KA 2004. Hefur gríðarlega reynslu og er í toppstandi þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára. Við erum vitaskuld gríðarlega ánægð með að fá reynslubolta eins og Sandor til liðs við okkur sem mun hafa gríðarlega góð áhrif á liðið innan sem utan vallar,“ segir í tilkynningu frá Dalvík/Reyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert